news

Deildarfréttir af KLetti

10 Mar 2020

Deildarfréttir
Það er ýmislegt skemmtilegt búið að vera í gangi hjá okkur á deildinni seinustu tvær vikurnar. Meðal annars bolludagur þá borðuðum við fiskibollur og venjulegar bolludagsbollur, sprengidagur og öskudagur allir skemmtu sér konunglega á þessum dögum.
Seinast mánudag fór skólahópur í heimsókn í Lækjarskóla þau fengu að upplifa venjulega kennslustund með fyrsta bekk og komu allir glaðir úr þeirri ferð.
K-pals stundirnar hjá skólahóp eru búnar í bili og munum við hafa umbun fyrir börnin núna á næstu dögum. Þau völdu sér að horfa á mynd.
Við erum búin að vera að vinna með sögur og málörvunar spil í vinnustundum undanfarið. Við reynum eftir frermsta megni að kenna rým, samsett orð, stærðfræði og fleira í gegnum spil eða leiki.
Í næstu viku 16-20. mars ætlum við að hafa val á milli deilda klukkan 9:00 til 9:40. Þá fá börnin að velja sér á hvaða deild þau fara að leika sér á, þau leika sér með annað dót en þau eru vön og einnig við önnur börn.
Leikskólinn tekur svo þátt í Hrós Mars og var stofnuð sérstök nefnd innan skólans sem hefur verið að hengja meðal annars upp hrós orð og setningar hér í fataklefunum og fleira. Við starfsmennirnir eru svo að æfa okkur í að vera dugleg að hrósa. Það er alltaf gott að fá hrós.