news

Gleðilegt sumar

02 Maí 2019

Við á Kletti erum alltaf að komast meir og meir í sumargírinn. Við höfum virkilega notið góða veðursins undanfarið.

Gönguferðir eru farnar að taka meira pláss í dagskipulaginu. Í dag er skólahópur að fara í Lækjaskóla, þar sem þau hitta íþróttakennarann og fá

að fara í íþróttatíma. Á dagskránni er að allir hópar fari á næstunni í vettvangsferðir um Hafnarfjörð, lengri og styttri, allt eftir aldri.

Skólahópur fer í sundtíma í sumar í sundlauginni við Lækjarskóla og er fyrsti tíminn 6. júní. Útskriftaferð skólahóps er svo væntanleg 24. mai (nánari upplýsingar síðar).