news

Vikan 1-5 april

05 Apr 2019

Við á Kletti erum búin að eiga flotta viku.

Skólahópur var svo heppin að vera boðið í Perluna á miðvikudaginn. Þar er frábært safn sem þau höfðu gríðarlega gaman af, en íshellirinn þar stóð upp úr hjá flestum. Kisuhópur (yngsti hópurinn) fór í göngu í gær þar sem við vorum að fara yfir umferðareglurnar og skoða umferðaskiltin og hvað þau táknuðu. Nú eru gönguferðirnar aftur komnar á fullt skrið og það er svo gaman að breyta aðeins um umhverfi. Miðhópur (hópurinn hennar Sonju) hefur verið að leggja mikla áherslu á samsett orð og rím. Börnin eru mikið að koma til í þeirri færni og hafa gaman að. Við höfum einnig verið að gera páskaföndur og förum að byrja á verkefninu fyrir "Bjarta daga" í næstu viku.

Samkvæmt veðurfræðingum er vorið nú komið, en dagurinn í dag lofar a.m.k mjög góðu og gerum við ráð fyrir að nýta góða veðrið í dag og vera sem allra mest úti.

Við óskum ykkur góðrar helgar