news

Vikan 12-16 ágúst

19 Ágú 2019

Sæl, kæru foreldrar

Nú eru börn og starfsfólk komin aftur eftir sumarfrí og gaman að sjá hvað öll börnin hafa stækkað og þroskast í sumarfríinu.

Vonandi hafa allir notið samverunar í sumarfríinu.

Börnin á Krók eru nú alveg komin yfir á Klett og það er frábært að sjá hvað umskiptin hjá þeim hafa gengið vel. Við bjóðum nýju börnin sérstaklega velkomin.

Enn sem komið er erum við ekki byrjuð í hefðbundnu skipulagi heldur njótum við þess að vera sem mest úti þar sem þau njóta sín í frjálsum leik, auk þess sem við erum einnig inni í leik og vali. Aðra vikuna í september fer svo allt á fullt í vinnustundum, íþróttum í Bjarkarhúsinu og K/P pals fylgir svo í kjölfarið. Við munum hins vegar segja ykkur nánar frá þessu þegar nær dregur.

Katrín mun taka við sem deildarstjóri um næstu mánaðarmót en hún er öllum hnútum kunnug á deildinni enda búin að starfa hér á deildinni og Arnarbergi í fjöldamörg ár.

Með kærleikskveðju

Starfsfólk Kletts