news

Frábær öskudagur

06 Mar 2019

í dag er öskudagur og börnin máttu koma í búningum eða öðrum skemmtilegum fötum ef þau vildu. Það var ótrúlega gaman að sjá allar krúttlegu prinsessurnar, ofurhetjurnar og dýrin sem mættu til okkar í morgun og við skemmtum okkur konunglega við að dansa og slá köttinn úr tunnunni í salnum. Ekki skemmdi svo fyrir að úr tunnunni kom fullt af snakki sem við fengum að gæða okkur á. Í hádeginu héldum við svo pizzu partý og fáum svo kleinur og djús í nónhressingunni. Skemmtilegur dagur í alla staði!