news

Takk fyrir samstarfið Hædí

22 Mar 2019

Í síðustu viku kvöddum við hana Hædí okkar, en hún ákvað að snúa sér að öðrum störfum og námi í bili að minnsta kosti. Við erum henni afskaplega þakklát fyrir samstarfið og óskum henni alls hins besta í því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Í hennar stað byrjaði ung kona að nafni Fjóla hjá okkur og við erum á fullu að kynnast henni og hún okkur.

Vikan hefur verið viðburðarík og skemmtileg, mikil útivera í alls kyns veðri eins og Íslandi sæmir, en líka skemmtileg dagskrá inni með föndri og listsköpun, listastofu, frjálsum leik í salnum, hljóðfærastund í salnum og fleira.