news

Þorrablót

31 Jan 2020

Þorrinn gekk í garð fyrir viku síðan, á bóndadegi sem við fögnuðum með því að bjóða pöbbum og öfum í morgunkaffi með okkur. Í dag höldum við svo þorrann hátíðlegan hér í leikskólanum með þorrablóti. Börnin bjuggu til þorrahatta í vikunni sem þau verða með í dag og í hádeginu fáum við að smakka alls konar þjóðlega rétti.