news

Velkomin í leikskólann skólaárið 2019-2020

12 Ágú 2019

Nú hefur leikskólinn verið opnaður aftur eftir sumarleyfi. Aðlögun síðasta árgangs yfir á eldri deildir er lokið og allt tilbúið hjá okkur til að taka á móti nýjum börnum sem munu eyða með okkur vetrinum. Við þökkum þeim börnum og foreldrum sem áttu með okkur góðar stundir síðasta vetur kærlega fyrir frábært samstarf um leið og við bjóðum nýjar fjölskyldur velkomnar til okkar og hlökkum til að kynnast þeim og skapa skemmtilegar minningar.