news

Vorum að fá ný leikföng

18 Feb 2020

Við vorum að fá alveg frábær ný leikföng sem eru föst við vegginn og þjálfa alls kyns skynjun og fínhreyfingar hjá börnunum svo eitthvað sé nefnt. Eins og sést á meðfylgjandi mynd vakti þetta strax gríðarlega lukku og börnin alsæl með þennan nýja leikefnivið.