news

Frá Reit

05 Mar 2020

Þá er mars runninn upp og orðið bjart snemma á morgnana sem er dásamlegt. Það er enn frost á fróni og kalt úti, en við reynum að kíkja út að leika samt sem áður en erum þá kannski styttra í einu. Það er því enn nauðsynlegt að hafa hlý föt og vettlinga til skiptana í hólfunum.

Framundan hjá okkur er dagleg rútína og í vikunni 16-20 mars ætlum við að hafa val á milli deilda. Þá er ekki hefðbundið hópastarf heldur velja börnin á hverjum degi deild til að heimsækja og leika í frjálsum leik. K-pals lotan er búin og 1 vika eftir af P-pals lotunni. Það er alltaf gott að æfa stafina og hljóð þeirra heima líka, það hefur mikið að segja að halda áfram að æfa sig.

Kærleikskveðja frá okkur á Reit