news

Fréttir frá Reit

11 Sep 2019

Nú er allt hefðbundið starf byrjað á Reit. Hóparnir fara kl 9.00 í vinnustundir, þær eru ekki langar til að byrja með hjá þeim yngstu en smá saman lengjast með vetrinum. Bjarkarhúsið sívinsæla er byrjað og 3 elstu árgangarnir okkar fara í hverri viku. Listastofan verður á fimmtudögum nema hjá yngsta hópnum okkar sem verður á miðvikudögum.

Þann 23 sept fer árgangur 2015 í fyrsta P-pals tímann sinn, en þeir verða 3x í viku í 7 vikur fyrir áramót ( kynnum p-pals á foreldrafundinum) . Annars gengur allt vel á Reit og við erum spenntar fyrir vetrinum.

Dagskrá september hangir frammi við hurðina inná deild þannig að enginn ætti að missa af neinu svo hafa allir fengið hana senda heim í pósti líka. Dótadagurinn bættist reyndar við, en hann verður þann 20 sept og þann dag mega allir koma með leikfang í leikskólann :-)

Kærleikskveðja frá okkur á Reit