news

Heimsókn í Stjörnusnakk

23 Jún 2017

Komið þið sæl.

Ekki var leiðinlegt að byrja daginn með skemmtilegri heimsókn í verksmiðjuna Stjörnusnakk, og fá að fylgast með þegar verið er að búa til t.d. uppáhalds snakkið, og pakka það i poka.

Krakkarnir voru ekki smá ánægð þegar þau fundu lyktina af ný poppuðu poppi, og gleðin minkaði nú ekki þegar þau smökkuðu ljúffenga snakkið lika. Öll fengu popp og snakk eftir eigin vali með heim.

Börnin voru mjög spennt að fara heim, og segja frá, að þau væru með snakk fyrir alla fjölskylduna um helgina. Börnin þökkuðu fyrir sig með fallegum söng.

Takk fyrir vikuna og góða helgi