news

Hitt og þetta....

27 Jún 2017

Börnin voru að búa til bók með teikningum af því, sem þau ætla að gera í sumarfríinu, eða það, sem þau voru eini sinni búin að upplifa.

Síðan þurftu þau að lesa bókina fyrir hin. Það er hægt að hlusta á sögustundina á Vimeo.


Við erum t.d. búin að lesa "Höldum veislu, Einar Áskell!" Höfundur: Gunilla Bergström og Sigrún Árnadóttir þýddi.

Í afmælisveislunni fóru krakkanir í skemmtilegan leik, og við ákváðum um leið að skella okkur í þennan leik líka: Grísarófan!!!

Það er bundið fyrir augun á börnunum, og hvert fær sinn tússlit.

Nú eiga þau að teikna rófu á grisinn - á réttum stað - þó að þau sjái ekki neit. Mikið var hlegið.

Síðan fórum við í yndislega slökun :) :)