Í hvað fara peningarnir sem við borgum í foreldrafélagið?

Greitt er tvisvar á ári ein upphæð sem kunngerð er á hverju hausti.

  • Foreldrafélagið stendur fyrir jólaföndri fyrir börn og foreldra fyrir jólin.Þar er boðið uppá piparkökur, kaffi og safa.Á síðasta ári niðurgreiddi foreldrafélagið skrautið sem börnin máluðu.
  • Foreldrafélagið kaupir jólagjöf ( bók) handa öllum börnum sem þau fá á jólatrésskemmtun.
  • Foreldrafélagið kaupir jólasvein sem kemur og skemmtir börnunum.
  • Leiksýning einu sinni á ári er í boði foreldrafélagsins
  • Foreldrafélagið kaupir strætómiða fyrir leikskólann þannig að hægt sé að fara með börnin í ferðir.
  • Foreldrafélagið stendur fyrir sveitaferð á vorin eða fjöruferð og greiðir rútu og aðgangseyri fyrir börnin.
  • Foreldrafélagið stendur fyrir útskriftarferð fyrir elstu börnin.
  • Foreldrafélagið stendur fyrir vorskemmtun áður en við förum í sumarfrí þar sem allir skemmta sér saman.

Flestir þessir hlutir eru ekki mjög sýnilegir þar sem þeir eiga sér stað innan skólatíma barnanna, en þetta er það sem peningarnir okkar fara í.

Foreldrafélag Arnarbergs er aðili að Foreldrafélagi leikskóla í Hafnarfirði.Í þessu félagi eiga sæti formenn foreldrafélaganna eða félagsmenn fyrir þá.Þetta félag hittist reglulega og er mikill fengur í að byggja upp samstarf milli foreldrafélaga leikskólanna.Formaður þessa félags á svo sæti sem áheyrnarfulltrúi í fræðsluráði Hafnarfjarðarbæjar og getur komið athugasemdum og tillögum þangað.

Við störfum í þessu félagi fyrir hag ykkar sem foreldrar og barnanna okkar allra,ef ykkur finnst að eitthvað megi betur fara eða hafið hugmyndir að einhverju skemmtilegu sem foreldrafélagið gæti staðið fyrir ekki hika við að hafa samband við okkur.