news

Afar og pabbar í heimsókn

28 Jan 2020

Síðasta föstudag buðu börnin í morgunkaffi. Það voru margir pabbar og afar sem komu og áttu góða morgunstund með sínum börnum, við þökkum þeim kærlega fyrir komuna. Einnig hafa börnin verið að undirbúa Þorrablót sem haldið verður næsta föstudag. Þau hafa verið að búa til þorrakórónur í víkingastíl sem þau munu skarta á þorrablótinu og gaman væri ef þau kæmu í lopapeysu ef hún er til. Þá munum við hafa á borðum íslenskan þorramat og fræðast um gamla daga.