news

Bianca kveður

01 Sep 2020

Bianca hefur starfað við skólann í 15 ár og í dag hlaut hún viðurkenningu Hafnarfjarðarbæjar fyrir vel unnin störf. Á þessum tímamótum hefur Bianca ákveðið að snúa aftur til heimalandsins en hún er frá Danmörku. Við í leikskólanum sjáum á eftir góðum leikskólakennara sem erfitt verður að fylla í skarðið fyrir en vitum jafnframt að önnur börn munu njóta krafta hennar í framtíðinni. Um leið og við óskum henni alls góðs og velfarnaðar þá þökkum henni vináttu og samvinnu að ógleymdu öll því sem hún hefur af einstakri hlýju og væntumþykju gefið þeim fjölmörgu börnum sem hafa verið í hennar umsjá síðustu 15 árin.

Hrefna fagnaði einnig 15. ára starfsafmæli og fékk viðurkenningu Hafnarfjarðarbæjar.