news

Fyrirmyndarbörn

25 Jún 2020

Á þessari mynd eru elstu börnin í leikskólanum í heimsókn hjá bæjarstjóranum sem fór með þeim að fyrirmyndarveggnum í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem þessi mynd var tekin.

Takk fyrir að vera til fyrirmyndar er hvatningarátak til að minnast þess að kona var kosin forseti í lýðræðislegum kosningum á Íslandi fyrir 40 árum. Á þessum tímamótum er gaman og gott að staldra við og hugsa um þær fyrirmyndir sem eru í lífi okkar. Börnin okkar eru til fyrirmyndar hvert fyrir annað á hverjum degi og eins við segjum svo oft „lítill lærir af stórum“. Við fullorðna fólkið erum fyrimyndir barnanna og þess vegna er svo mikilvægt að við gerum okkar allra besta og vöndum okkur í öllu því sem við gerum.