news

Líður að sumarfríi

01 Júl 2019

Nú líður senn að sumarfríi. Nokkur börn hafa nú þegar hætt og önnur hætta eftir fáa daga, við þökkum þeim og fjölskyldum þeirra fyrir samveruna og óskum þeim alls hins besta á komandi árum. Dagarnir einkennast af útiveru enda veðrið búið að leika við okkur það sem af er sumari. Elstu börnin hafa verið dugleg við að fara í vettvangsferðir og kynnast mörgu skemmtilegu, yngri börnin hafa farið í gönguferðir og notið þess að vera úti í garði.