news

Lífið í leikskólanum

11 Sep 2020

Nú hefur vetrarstarfið hafið göngu sína þetta haustið. Eitt af verkum elstu barnanna er eftirliti með eldvörnum leikskólans. Ábyrgðarfull klæðast þau rauðum vestum eins og þau Logi og Glóð, ganga um húsið og athuga hvort allt sé eins og það á að vera samkvæmt ákveðnum lista sem þau fara eftir. Öllum finnst þetta skemmtilegt og spennandi.

Þá hafa hópatímar hafið göngu sína og Bjarkarhúsið byrjar í næstu viku.

Dansinn byrjaði í dag og mun Dagný danskennari vera hér með okkur næstu sex vikurnar á föstudögum, alltaf er jafn gaman að fá hana og skemmta allir sér mjög vel, bros á hverju andliti.