news

Margir skemmtilegir dagar

28 Feb 2020

Það hefur verið mikið um að vera síðustu daga, allir skemmtilegu dagarnir. Í tilefni Konudags buðu börnin mömmum og ömmum í morgunkaffi, þar á eftir kom dásamlegur Bolludagur og Sprengidagur þar sem allir boðuðu vel. Síðastur í röðinni var svo Öskudagur en þá er alltaf mikið fjör, að þessu sinni var ekki góðgæti í tunnunni heldur voru þar öskupokar og fékk hvert barn einn poka. Það voru kát börn í margskonar gerfi sem svo dönsuðu, sungu og nutu dagsins.