news

Sól og sumar

22 Ágú 2019

Enn eru sumardagarnir góðir. Nú er aðlögun í fullum gangi hjá okkur, ný börn eru að byrja og bjóðum við þau og fjölskyldur þeirra velkomin í skólann okkar. Vetrarstarfið hefur svo göngu sína fljótlega í september, fastir þættir eins og hópatímar, Bjarkarhúsið, Bókasafnið, dansinn og Blær byrja þá. Palsið byrjar svo í október. Skemmtilegar vikur eru því framundan hjá okkur öllum og hlökkum við til að hefja vetrarstarfið.