Sumardagar

28 Jún 2017

Nú líður senn að sumarfríi. Dagarnir eru vel notaðir til útiveru og gönguferða. Hjá okkur hafa verið unglingar í vinnu sem setja skemmtilegan svip á leikskólalífið og taka þátt í leikjum barnanna. Elstu börnin hafa lokið sundnámskeiði og eru að dvelja sína síðustu daga í leikskóla áður en grunnskólinn tekur við. Við óskum þeim gæfu og gengis í nýjum skólaum að hausti. Sumarfrí hefst svo 12. júlí og opnað verður aftur 10. ágúst. :)