news

Sumarið

21 Jún 2021

Síðustu vikur hafa verið annasamar hér í leikskólanum. Fastir þættir vorsins eins og útskrift, skólaferðalag og sumarhátíð eru nú að baki. Framundan er frekar óvenjulegt sumar þar sem skólinn lokar ekki vegna sumarleyfis. Börn og starfsmenn eru byrjuð að fara í sumarleyfi, einhverjir alveg að koma til baka en flestir fara í sumarleyfi í júlímánuði. Gera má ráð fyrir mjög fáum börnum síðustu vikurnar í júlí en eftir Verslunarmannahelgina fer lífið í skólanum aftur að færast í eðlilegt horf. Vonandi verður þetta gott sumar þannig að allir geti notið þess sem best.