news

Útskrift og Sumarhátíð

21 Jún 2019

Nú hafa elstu börnin okkar formlega útskrifast. Öll hafa þau staðið sig mjög vel í skólanum síðustu ár og munum við sakna þeirra þegar þau hverfa á braut eitt af öðru en jafnframt óskum við þeim alls hins besta á komandi árum. Sumarhátíðin okkar var haldin sama dag og útskriftin, mikil gleði var á hátíðinni enda lék veðrið við okkur eins og best var á kosið. Framundan eru rólegir dagar og munum við njóta útiveru eins mikið og hægt er.