news

Vor

27 Maí 2021

Daglega takast börnin á við mörg verkefni. Veðrið hefur leikið við okkur og starfið verið fært út fyrir skólann, gróðurinn skoðaður og nærumhverfið. Þá eru framundan árlegir liðir vorsins eins og útskriftarferð elstu barnanna í Vatnaskóg sem farin verður á morgun föstudag, útskrift og sumarhátíð. Sumarið verður óvenjulegt þar sem leikskólinn verður opinn í allt sumar þannig að börn og starfsmenn verða á misjöfnum tíma í sumarfríi. Frá vinnuskólanum verða fimm starfsmenn og eru þeir að hefja störf þessa dagana og dreifast á allt húsið. Vonandi verður þetta ánægjulegt sumar með mikið af sól og góðu veðri :)