Leikskólinn Arnarberg tók til starfa í núverandi mynd við Haukahraun 2 í Hafnarfirði í ágúst 2003, en áður var hann starfsræktur í tveimur húsum. Leikskólinn er fjögurra deilda með rétt tæplega hundrað börn og um þrjátíu starfsmenn. Umhverfi leikskólans er rólegt og friðsælt og nýtur hann góðs af frábærri staðsetningu innst í botnlanga, þar sem umferð og umferðarhraði er í lágmarki.

Leikskólinn gerðist forystuskóli í læsishvetjandi umhverfi árið 2008 og gegndi því hlutverki í fimm ár. Það byggir á sýnilegu ritmáli, markvissri málrækt og á lestri bóka, sem styður við áhuga barna á rituðu máli og opnar augu þeirra fyrir því í umhverfinu. Læsishvetjandi umhverfi og markviss málrækt er mikilvægur undirbúningur fyrir lestrarnám og um leið forvarnarstarf gegn lestrarörðugleikum. Haustið 2014 tók leikskólinn nýjar viðbætur þessu tengdu og tileinkaði sér aðferð sem nefnist K-pals, pör að læra saman. Aðferðin gefur kennurum kost á að örva og þjálfa samtímis hóp barna (elsti árgangur) í hljóða- og stafaþekkingu og lestri með jafningjamiðlaðri nálgun (félagakennslu).

Einkunnarorð skólans eru „Læsi er leikur“