Húsnæði skólans er gott, fjórar deildir og salur. Hver deild samanstendur af góðri leikstofu ásamt tveimur minni herbergjum og salerni. Fataklefar eru samliggjandi fyrir tvær deildir. Garðurinn er stór og stendur að hluta til í skjóli hraunsins í djúpri dæld á móti suðri.