Velkomin í leikskólann.

Þegar barn byrjar í leikskóla er nauðsynlegt að hafa í huga þær breytingar sem það hefur í för með sér fyrir barnið. Áríðandi er að góð samvinna takist strax í byrjun á milli foreldra barns og starfsfólks. Gagnkvæmur trúnaður og samvinna er forsenda þess að barninu líði vel.

Góð aðlögun styrkir öryggistilfinningu barnsins og leggur grunninn að vellíðan þess í leikskólanum.

Það skiptir miklu máli að barnið fái jákvætt viðhorf til leikskólans strax í upphafi, að barnið byrji vel.

Hlutverk foreldranna er að veita barninu öryggi og styðja það þannig að barnið geti kynnst öllu því nýja á öruggan hátt.

Aðlögun er alltaf einstaklingsbundin og getur tekið mislangan tíma. Foreldrar fylgja börnum sínum í aðlögun sem skipulögð er í samstarfi við deildarstjóra og starfsfólk.

leikskólinn arnarberg.pdf