Leikskólinn leggur til aukafatapoka sem er lítill íþróttapoki og er hann merktur Arnarbergi. Í þann poka fara aukaföt barnsins sem eiga að vera: nærföt, sokkar, buxur og peysa. Aukafötin þarf að yfirfara daglega. Foreldrar koma á mánudegi með allan þann utanyfirfatnað sem barnið þarf á að halda í leikskólanum alla vikuna. Fatnaðnum er haganlega komið fyrir í hólfi barnsins og foreldrar fara aftur heim með leikskólatöskuna. Á föstudögum taka foreldrar allan fatnað með heim nema aukafatapokann sem merktur er Arnarbergi.

Börnin ganga sjálf um hólfin sín og er það liður í að kenna þeim að hjálpa sér sjálf. Gott er að foreldrar taki til þau föt sem þau vilja að börnin noti þann daginn og setji í hólfið. Það hjálpar börnunum að vera sjálfstæð og auðveldar þeim að klæða sig sjálf.