Svefn og hvíld eru mikilvægir þættir í lífi leikskólabarna. Góður svefn er börnum lífsnauðsynlegur til að takast á við verkefni dagsins. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að lengd og gæði nætursvefns hefur áhrif á námsgetu og minni. Í svefni er unnið úr upplýsingum og þekkingu sem aflað hefur verið yfir daginn og þær festast í minni. Einnig virkjast ónæmiskerfið þegar við sofum og þess vegna er svefninn nauðsynlegur til að auka mótstöðu gegn veikindum og mikilvægur fyrir vöxt og þroska. Leikskólabörn þurfa 10 - 12 klst. svefn á sólarhring.
Daglega er í leikskólanum hvíldartími þar sem börnin annað hvort sofna stutta stund eða hlusta á sögu.