Starfsreglur Foreldrafélags Arnarbergs

1.grein

Félagið heitir “Foreldrafélag Arnarbergs” og eru félagar allir foreldrar og forráðamenn barna á Arnarbergi.

2.grein

Markmið félagsins er að:

  • Efla samstarf heimilis og leikskóla

  • Koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi leikskólamál

  • Efla kynni foreldra innbyrðis og við starfsmenn leikskólans

  • Koma á umræðu- og fræðslufundum um uppeldis- og skólamál í samráði við leikskólann

  • Taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra

  • Tryggja sem besta velferð barna í leikskólanum

3.grein

Í stjórn skulu vera um 9 manns og þar af einn starfsmaður og leikskólastjóri.Skal hver vera í stjórn í 2 ár.

4.grein

Senda skal út gíróseðla vegna krakkasjóðs tvisvar sinnum á hverju ári.Gjaldið skal ákveðið á fyrsta fundi vetrar.

5.grein

Á fyrsta fundi vetrar skal ákveðið um uppákomur vetrarins s.s. jólaföndur, leiksýningu, jólaball, sumarhátíð og fyrirlestur.Og ef fleiri hugmyndir koma fram eru þær vel þegnar.

6. grein

Fundir skulu haldnir eigi sjaldnar en annan hvern mánuð, og skulu formaður og leikskólastjóri sjá um að ákveða og tilkynna þá.

7. grein

Aðalfundur skal haldin einu sinni á ári þar sem stjórn kynnir skýrslu sína.

Foreldraráð

Foreldraráð er skipað a.m.k. þremur foreldrum og skal kosning fara fram að hausti ár hvert og kosið til eins árs í senn.

Hlutverk foreldraráðs er eftirfarandi:

  • Gefa umsagnir til leikskóla og leikskólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir er varða starfsemi leikskólans.
  • Fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum.
  • Hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.