Hreyfing þarf að vera hluti af daglegu skólastarfi. Rétt eins og næring og hvíld er hreyfing nauðsynleg fyrir líkamlegan þroska barna og ungmenna. (Grunnþættir menntunar)

Leikskólinn býr svo vel að hafa í næsta húsi Fimleikafélagið Björk. Til margra ára höfum við fengið að njóta góðs af því. Farið er tvisvar í viku í skipulagðar hreyfistundir þangað. Þrír elstu árgangarnir fara í þessa tíma.

Einnig leggjum við áherslu á að öll börn skólans fari í gönguferðir einu sinni í viku. Útisvæði leikskólans er mjög gott til hreyfiiðkunnar, lóðin er fjölbreytt bæði hvað varðar náttúrulegt svæði og vel búin leiktækjum. Saman hjálpar þetta allt til að efla hreyfiþroska barnanna.